Hverjir muna ekki eftir Café Kaju eina lífrænt vottaða kaffihús landsins! Nei við erum ekki að fara að opna aftur en þess í stað er ætlunin að setja á markað nokkra af smellum kaffihúsins, framleitt undir vörumerkinu Kaja.
Fyrsta varan er gútenlausa vöfflublandan okkar, en þessar vöfflur bökuðum við í bílförmum á Café Kaja. Glútenlausa vafflan var borin fram með frönsku súkkulaði & peru compote, þeyttum rjóma og dass af dökku agave sírópi. Algjört gúmmulaði!
Grunnurinn í vöfflublöndunni er lífrænt maísmjöl ásamt lífrænu physillium huski sem eru ákaflegar góðar trefjar og binda blönduna saman. Vöfflurnar eru stökkar og frekar hlutlausar á bragðið og henta því með allskonar meðlæti, meira að segja smör og osti.
Vöfflublandan er komin í Fjarðarkaup og Melabúð og væntanleg í Hagkaup og fleiri verslanir
Uppskrift
vöfflublanda Kaju
1 líter sódavatn
2 egg
2-3msk olía
sett í blandara ca 1 mínútu, látið standa í ca 5-10 mín klárt til að baka
Comments