Þann 12. janúar síðastliðinn fóru á markað lífrænir glútenlausir pítsabotnar undir vörumerki okkar Kaja.
Það sem gerir þetta merkilegra en ella er tvennt. Í fyrsta lagi hóf Kaja organic samstarf við einstaka konu að nafni Ebba Guðný. En Ebba hefur talað í gegnum tíðina fyrir heilbrigðu og góðu mataræði með áherlsu á lífræna fæðu, hún hefur haldið námskeið og gefið út bækur fyrir nýbakaða foreldra þar sem næring barna er höfð að leiðarljósi svo þau þroskist og dafni á sem bestan hátt. Í öðru lagi höfðu stjórnendur Uppsprettu Nýsköðunarsjóðs Haga mikla trú á þessu verkefni og fékkst styrkur frá þeim til að þróa og koma pítsabotnunum á markað.
Pítsabotnanir innihalda eðal hráefni og er engu til sparað, botnarnir eru forbakaðir og inniheldur hver pakkning tvö stykki. Þetta er frystivara svo frábært er að eiga þá í frystinum og kíppa einum út, taka til í ískápnum og henda í ofninn ef svo ber undir. Aftan á pakkningunni er frábær uppskrfit af pítsu sem hún Ebba mælir með, einföld og ódýr en virkilega holl og bragðgóð. Pítsabotnarnir eru bæði prótein og trefjaríkir auk þess að innihalda hráefni sem eru talin styrkja ónæmiskerfið.
Fyrst í stað munu pítsabotnarnir fást í verslunum Hagkaupa en þeir eru í frysti ýmist hjá öðru brauði eða pítsum.
Innihald: Bókhveitimjöl*, brauðblanda Kaju*(hörfræ, lúpínumjöl*,graskersfræ*,sólblómafræ*,gul hörfræ*,sesamfræ*physillum husk*,matarsódi, sjávarsalt), eplaedik*, pítsukrydd*, sjávarsalt.
*lífrænt vottað
コメント