top of page
Search
Writer's pictureKaja

Ristaða valhnetuolían frá Vigean

Updated: Dec 16, 2019

Ristaða valhnetuolían frá Vigean er með ólíkindum góð, hentar vel í baksturinn eða með ferskum ávöxtum. 

Við hjá Kaju Organic erum búin að taka inn nýja vöru frá Vigean sem er með ólíkindum góð. Ristaða valhnetuolían hentar vel í baksturinn eða með hvers kyns gómsæti og býr þar að auki yfir margvíslegum heilsukostum.


o Valhnetur og valhnetuolía er ein besta næring sem hægt er að fá fyrir frumur heilans sem og hjarta- og æðakerfi.

o Valhnetuolía er frábær uppspretta andoxunarefna sem hjálpar við að ná LDL kólesteróli niður en „vonda“ kólesterólið stuðlar m.a. að æðakölkun. Valhnetuolía er einnig rík af omega-3 fitu sem minnkar hættu á hjartasjúkdómum. Olían hefur einnig áhrif til lækkunar á blóðþrýstingi.

o Valhnetur eru taldar minnka bólgur í líkamanum auk þess er olían talin góð fyrir hormónastarfsemina sem og húðina.


Ristaða valhentuolían frá Vigean er ekki bara flaska full af hollustu heldur er hún einstaklega bragðgóð og hentar t.d. einstaklega vel í baksturinn. Olían fæst í Hagkaupum, Melabúðinni og Matarbúri Kaju Akranesi.

Hér að neðan látum við fylgja með tvær uppskriftir að hætti Kaju sem henta vel með ristuðu valhnetuolíunni frá Vigean.


Gulrótarterta að hætti Kaju


Botn:

130g af brotnum valhnetum

300g pálmasykur

100g reyrsykur

250ml ristuð valhnetuolía frá Vigean

4 egg

133g eplamauk (lífræn epli sett í blandara)

1 tsk vanilludropar

320g hveiti (notið bókhveiti ef tertan á að vera gluteinlaus)

1 tsk matarsódi

1 ½ tsk kanill

1 tsk engifer

¼ múskat

¼ negull

260g gulrætur


Raspið gulrætur niður frekar gróft. Reyrsykur, pálmasykur og egg þeytt saman. Öllum þurrefnum og hnetum blandað saman í skál. Þurrefnum, olíu og eplamauk blandað varlega saman við eggjaþeytuna. Bakist í 50-60 mínútur við 150 gráðúr. Kælið áður en kakan er skorin í sundur.


Krem

500g lífrænn rjómaostur (fáanlegur fljótlega frá Biobú)

300g smör

175g flórsykur

Þeytið smjör og flórsykur saman þar til að blandan verður létt, bætið rjómaostinum út í, skiptið í tvennt og setjið á botnana og verði ykkur að góðu!



Amerískar vöfflur að hætti Kaju

150g pönnukökumix frá Kaju

2msk olía

1-2 tsk vinsteinslyfitduft

dass af salti

1 bolli vatn


Setjið þurrefnin í skál, olían og vatni hrært saman við látið standa í 10 mín. Setjið  tæplega 1/4 bolla af deigi á heita pönnu og bakið fyrir hvern skammt 3 pönnukökur. Saxið niður 70% súkkulaði og lífrænt epli og setjð á milli. Hellið 1/2 dl af ristaðri valhnetuolíu yfir pönnukökurnar og 1/4 dl af hlynssírópi. Verði ykkur að góðu!




219 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page