Acerca de
Meira af eiturefnum er að finna í fæðu okkar í dag og svo í umhverfinu öllu heldur en var.
Tilgangur hreinsunarinnar er því að hvíla/hreinsa líffærin, núllstilla sig, losna við bjúg, bólgur og gefa líkamanum gaum og huga að breyttum lífstíl ef þess er þörf.
Safa hreinsun er 5-9 daga prógramm en fer eftir því sem þú velur. Við mælum með tveimur dögum í undirbúning , síðan fimm dögum þar sem viðkomandi neytir einungis lífrænna safa, ávaxta og fræ/hnetur og svo 2 dögum til að keyra fæðu aftur inn í líf sitt.
Innifalið í verði eru fimm safakassar og inniheldur hver 5 safa sem neitt er yfir daginn + 1 ávöxt + fræ/hnetur.
Ath að samtals eru þetta 25 mismundandi safar. Fyrri hluti safahreinsunar samanstandur af söfum sem innihalda hreinsandi ávexti og grænmeti en seinni hlutinn samanstanda safarnir af uppbyggjandi hráefnum. Athugið að allir safarnir innihalda trefjar því trefjarnar eiga að sópa út óhreinindum að auki verður blóðsykur stöðugri því trefjarnar passa upp á að keyra ávaxtasykrinum hægar inn í kerfið.
Við gerum safana daginn áður en þeirra er neytt og setjum í glerflöskum svo gæðin haldist sem best.
Fyrir þá sem mega ekki við að léttast eða eru í erfiðis vinnu þá leggjum við til að bæta við lífrænu jurta próteini inn í hreinsunina. Betra er að taka það inn heldur en að gefast upp. Ef viðkomandi er mjög svangur þá fáið þið ykkur auka epli en ath að hafa það lífrænt vottað.
Við mælum með undirbúningi til að ná sem mestum árangri:
Hugurinn:
Setið ykkur markmið og skoðið hvar þið eruð stödd. Er mataræði ykkar til fyrirmyndar? Ef svo er þá eruð þið í góðum málum. Ef ekki hvað ætlið þið að gera eftir að safa hreinsun lýkur.
Næring lau/sun fyrir safa:
Takið allt út úr mataræði ykkar af eftirfarandi
-
kjöt / fisk
-
mjöl/glúten
-
sykur
-
fæðubótaefni þ.e. vítamín, allt nema góðgerla
-
mjólkurvörur
Það er gert til að létta á meltingunni/líffærnum og undirbúa þig undir hreinsunina. Borðið aðeins hreina fæðu þ.e. lífrænt vottaða því þar eru ekki notuð eiturefni í ræktun. Auk þess leyfir lífræn vottun ekki ónáttúruleg E-efni sem eru líkamanum slæm.
Eina fæðubótaefnið sem mælt er með að halda inni allan tímann eru góðgerlar þetta á sérstaklega við þau ykkar sem eru viðkvæmar fyrir sveppasýkingu.
Losun:
Fyrstu tveir dagarnir eiga að einkennast af klósett ferðum, ef hægða losun er engin/lítil á þessum tveim dögum þá leggjum við til hjálparefni. Epson salti sem fæst í Jurtaapótekinu/Heilsuhúsinu/Matarbúr Kaju, einnig er hægt að taka magnisíum í meira magni.
Epson salt upplausn bæði kvöldin í undirbúningi 1-2tsk út í volgt vatn miðað við þyngd. ATH Epson salt í miklu magni þýðir pipandi niðurgang og er það heldur harkaleg meðferð.
Aukaverkanir safa hreinsunar:
Helsu aukaverkanir eru þreyta, verkir og slappleiki. Sumir fá verki á þá staði þar sem viðkomandi hefur einhvern tímann kennt sér meins og geta verkirnir orðið það öflugir að viðkomandi heldur að sama ástand sé að skapast. Takið verkjatöflu í neyð. Á þriðja til fjórða degi öðlist þið aukna orku og allt verður á uppleið. Fyrir þá sem eru að fara í hreinsun í fyrsta sinn þá getur ferlið tekið lengri tíma þ.e. þreyta og slen getur varað allan tímann. Í undantekningar tilfellum finnur viðkomandi ekkert fyrir þessari hreinsun og enga breytingu.
Fyrir þá sem drekka kaffi og ætla ekki að hætta kaffi drykkju til frambúðar þá leggjum við til að hámarki 1 espresso bolla af lífrænu kaffi á dag, það er gert til að halda fráhvörfum í hófi.
Áríðandi lyfja inntaka:
Safahreinsun getur haft áhrif á lyf og mælum við ekki með að fara í þessa hreinsun ef einhverjar eru á krabbameinslyfjum/meðferð
best að láta 1 ár líða.
Blóðþrýstingslyf: safahreinsunin hefur í flestum tilfellum áhrif á blóðþrýsting og þá til lækkunar svo þau sem eru á lyfjum þá verðið þið að fylgjast vel með því í flestum tilfellum verður að minnka skammtinn, sumir losna við lyfin. Þið finnið svo út þegar þið keyrið fæðuna inn hvað það er sem hækkar blóðþrýstingin þ.e.a.s. ef þið viljið hætta á lyfjunum.
Safahreinsun getur haft áhrif á blóðsykur bæði til lækkunar og svo til hækkunar er mjög einstaklingsbundið.
Önnur lyf kikka meira inn því þið eruð að borða léttara fæði svo þið skoðið það vel og jafnvel að hafa samráð við lækni.
Árangur:
Það helsta sem fólk tekur eftir er að sykurlöngun minnkar, liðir verða mýkri og bólgur minnka, skoðið hvítuna í augunum ykkar fyrir og eftir þar sést oft mikill munur. Til að viðhalda sem bestu líkamlegu ástandi er gott að taka hreinsun einu sinni til tvisvar á ári. Safahreinsun er ekki megrunarkúr.
Helstu bólgu hvetjandi þættir í mataræði eru kjöt, sykur, glúten, kaffi.